Fram undir 1963 var stuðst við eldri kenningar um myndun felingahreyfinga. Árið 1859 setti Bandaríkjamaðurinn James Hall fram kenningar um jarðtrog [geosynkline] en hún gerir ráð fyrir að fjallgarðar myndist og rísi á sérstöku svæðum einkum löngum troglaga höfum þar sem mikið magn set hefur hlaðist upp. ◊ Hann sá að þykkt setlaga í Appalachia-fellingafjöllunum var miklu meiri en í Mississippi-dalnum. Hann áleit því að jarðskorpan hefði sigið mun meir í Appalacia-fjöllum en í Mississippi-dalnum. ◊. James Hall sá einnig að setlögin í Appalachia-fjöllunum voru fyrst og fremst molaberg sem höfðu sest til í grunnu vatni og þess vegna haldið í við sig jarðskorpunnar. Kenningin gerir ráð fyrir að jarðtrogin liggi ýmist umhverfis meginlandskjarnar eða sé á milli tveggja eða fleiri kjarna. ◊
Jarðtrogin áttu fyrst og fremst að myndast þar sem jarðskorpan er veikust milli meginlandskjarna eða fram með þeim milli þeirra og úthafanna. Við mikið sig var gert ráð fyrir að jarðskorpublokkir drægjust saman og klemmdu að jarðtroginu þannig að setlögin kýttust saman í fellingar.