jaði: [jade] orðið á við tvær steindir: nephrít [nephrite] og jadeít [jadeite].
nephrít er amfíból og á heima í tremolite - actnolite hóopnum (F.: Ca2(Mg,Fe2+)5Si8O22(OH)2). Það finnst í lítt myndbreyttu bergi.
Notkun jaði (nephríts) hefur verið þekkt í Kína síðustu 9.000 árin og var það bæði notað í verkfæri, vopn og ýmsa skrautmuni. Nephrít finnst víða í Kína. Mikilvægustu námurnar eru á Khotan (Hot'ien) svæðinu og Yarkand í Mið-Asíu.◊
jadeít telst til pýroxenhópsins (F.: NaAlSi2O6, H: 6,5; Em 3,2; mónóklín). Það finnst aðeins í myndbreyttu bergi þar sem það hefur orðið fyrir miklum þrýstingi á miklu dýpi. Steindin er sjaldgæf enda finnst hún aðeins þar sem mikið rof hefur gerst. Helstu námur nú eru í Mayanmar (Burma). Jadeít er mun eftirsóttara en nephrít enda býr það yfri mun fleiri litbrigðum. Það barst ekki til Kína fyrr en 1855. ◊ ◊ ◊
Jadeite frá Motagua-dalnum í Gvatemala, var notað af Olmec og Maya þjóðum, sem og frumbyggjum Kosta Ríka. ◊
Nephrite | Jadeite | |
Efnasamsetning | Ca2(Mg, Fe)5Si6O22(OH)2 | NaAlSi2O6 |
Steindahópur | Amfíból | Pýroxenhópurinn |
Kristöllun | þráðlaga | dulkornótt |
H: | 6 - 6,5 | 6,5 - 7 |
Em; | 2,9 - 3,1 | ≈ 3,33 |
Ljosbrots-index | 1,62 | 1,65 - 1,66 |
Slípað yfirborð | Slétt með fitugljáa | Hart með glergljáa |
Litur | Hálfgagnsæ; litur jafndreifður, hvítur, dökk-grænn, svartur |
Litur irjóttur; hvítur, grár, grænn. |
Sjá skrautsteindir.