ísstrýta: myndast á sprungnum jökultungum þegar sandur og möl safnast fyrir í lægðum og nær sólin þá ekki að bræða ísinn undir mölinni. Umhverfis bráðnar ísinn aftur á móti hratt og áður en varir er lautin með sandinum horfin en í stað hennar blasir við ísstrýta hulin sandi og möl. Sandurinn hrynur svo af ísstrýtunni niður í næstu lægð og þannig koll af kolli. Í mikilli sólbráð safnast leysingavatnið saman í læki á jöklinum og steypist svo niður þar sem það finnur sprungur í ísnum.


Sjá álfavök.