Jarðfræðiglósur GK

Homo floresiensis

Síðustu fundir nýrrar tegundar manna, Homo floresiensis (viðurnefni „Hobbit“) hafa aðeins fundist svo vitað sé á eynni Flores, í eyjaklasa Indónesíu, en það gerðist árið 2004. Aldur steingervinganna er frá 100 ká til 60 ká og verkfærin sem þessi tegund gerði og notaði finnast í 190 ká til 50 ká gömlum jarðlögum. Hæð þessara mannvera var um 106 cm, heilabúið var lítið (~ 380 cm3), stórar tennur miðað við stærð, framstæðar axlir, lítil haka, afturhallandi enni og stórir fætur miðað við fótleggi. Verkfærin sem Homo foresiensis hefur gert og notað eru af svokallaðri Oldowan gerð en þau voru notuð fyrir 2,6 til 1,7 Má þe. á fornsteinöld.


Ekkert í þróunarsögu manna virðist benda til náins skildleika Homo floresiensis við Homo sapiens né Homo erectus. Forfeður hans virðast koma fram seinna en Homo rudolfensis og fyrr eða á svipuðum tíma og Homo habilis [2,4 ⇔ 1,4 Má].




Heimildir:   1 Smithsonian National Museum of Natural History
< http://humanorigins.si.edu >
2 Debbie Argue et al. 2017: „The affinities of Homo floresiensis based on phylogenetic analyses of cranial, dental, and postcranial characters“
Journal of Human Evolution, Volume 107, June 2017, Pages 107-133.
3 D. Argue et al. (2009: „Homo floresiensis: a cladistic analysis“
Journal of Human Evolution 57 (2009) 623-639