Síðustu fundir nýrrar tegundar manna, Homo floresiensis (viðurnefni „Hobbit“) hafa aðeins fundist svo vitað sé á eynni Flores, í eyjaklasa Indónesíu, en það gerðist árið 2004. ◊ ◊
Aldur steingervinganna er frá 100 ká til 60 ká og verkfærin sem þessi tegund gerði og notaði finnast í 190 ká til 50 ká gömlum jarðlögum. Hæð þessara mannvera var um 106 cm, heilabúið var lítið (~ 380 cm3), ◊
stórar tennur miðað við stærð, framstæðar axlir, lítil haka, afturhallandi enni og stórir fætur miðað við fótleggi. ◊
◊
Verkfærin sem Homo foresiensis hefur gert og notað eru af svokallaðri Oldowan gerð en þau voru notuð fyrir 2,6 til 1,7 Má þe. á fornsteinöld.
Ekkert í þróunarsögu manna virðist benda til náins skildleika Homo floresiensis við Homo sapiens né Homo erectus. Forfeður hans virðast koma fram seinna en Homo rudolfensis og fyrr eða á svipuðum tíma og Homo habilis [2,4 ⇔ 1,4 Má]. ◊
Heimildir: | 1 | Smithsonian National Museum of Natural History < http://humanorigins.si.edu > |
2 | Debbie Argue et al. 2017: „The affinities of Homo floresiensis based on phylogenetic analyses of cranial, dental, and postcranial characters“ Journal of Human Evolution, Volume 107, June 2017, Pages 107-133. |
|
3 |
D. Argue et al. (2009: „Homo floresiensis: a cladistic analysis“ Journal of Human Evolution 57 (2009) 623-639 |