hitabrigðaveðrun: [exfoliation, insolation weathering, thermal weathering, thermoclasty] verður einkum þar sem mikill munur er á hitastigi dags og nætur og bergið er viðkvæmt fyrir slíkum sveiflum. Gifs, molnar gjarna niður vegna dægursveiflu hitans.


Margt er óljóst um hitabrigðaveðrun en einkum er talið að hún gerist á svæðum þar sem 2°C/mín hitasveiflur gerast. Granít er einkum viðkvæmt fyrir slíkum sveiflum því að sé það frá 5°C til 570°C1 þenjast kvarskristallarnir út sem svarar 4% eða fjórum sinnum meira en fledspatarnir í því sama bergi. Sýnt hefur verið fram á að granít hrörnar hratt við upphitun í eldi og fjaðurstuðullinn minnkar um 80 - 95%1. Jarnframt byrja sprungur í kornum að myndast. Þar sem skógareldar eru tíðir virðist granít láta á sjá.



Sjá: Efnisyfirlit /=> Jarðfræði Íslands /=> Veðrun.



Heimild:    1) Migon, Piotr 2006: Granite landscapes of the world, Oxford University Press, ISBN 0199273685, 9780199273683, 384  (bls. 47)