flugeðlur: [Gr: πτερόσαυρος pterosauros;: vængjuð eðla] hafa verið flokkaðar í ættbálkinn [Pterosauria] og undirættbálkana [Rhamphorhynchoidea] og [Pterodactyloidea]
Til fyrri hópsins [Rhamphorhynchoidea] telst gammeðlan eða fuglshönd [Ornithocheirus; Gr.: ορνις, fugl; χειρ, hönd] sem lifði á árkrít og er etv. stærsta hryggdýr sem nokkru sinni hefur flogið um loftin blá. Dýrið lifði við strendur og veiddi fisk. Vænghaf gammeðlunnar var ≈ 12 m og lend dýrsins var 3,5 m og þar af var höfuð með goggi 1,5 m. Standandi á jörðu náði gammeðlan 3,5 m hæð. ◊ ◊ ◊
Quetzalcoatlus northropi telst til seinni hópsins [Pterodactyloidea] sem lifði á síðkrít fyrir 84 – 65 Má. Steingervingur dýrsins fannst í Texas 1971 og af honum má ráða að eðlan hafði ≈ 10 m vænghaf og frá afturfótum og fram á gogg voru ≈ 8,5 m. ◊.
Sjá samanburð á flugeðlu og ögli. ◊