Eyjahaf: [Gr:Αιγαίον Πέλαγος; En: Aegean Sea; Dk: Ægæiske hav; De: Ägäischen Meer] er sá hluti Miðjarðarhafsins sem liggur á milli fastalands Grikklands og Anatólíu (Litlu-Asíu) og í suðri afmarkast það af eynni Krít. ◊
Grísku Eyjahafseyjunum eru gjarna flokkaðar 7 hópa frá norðri til suðurs. ◊
- Norðaustur Eyjahafseyjar
- Euboea eða Evia er næststærst grísku eyjanna og einnig sú næstfjölmennasta á eftir Krít. Euripus sund sem er aðeins 40 m breitt þar sem það er mjóst aðskilur hana frá Boeotia á meginlandi Grikklands.
- Sporades (dreyfðu eyjar)
- Cyclades (umkringdu eyjarnar) Santorini - (Þera eða Þíra) er syðst í þessum eyjaklasa.
- Saronic eyjar (heia eftir flóanum sem þær liggja í)
- Dodecanese (eyjurnar tólf)
- Krít (uppruni nafnsins er óljós en það gæti verið skylt forngríska orðinu Κρατιή (= stór) og átt þá við stórt sjóveli til forna).