eyða: yfir eyðu eru notuð amk. þrjú fræðiorð
hiatus: eyða í setlagasyrpu þar sem jarðlög virðist vanta, sem trúlega hefðu átt að vera til staðar í setlagasyrpunni. Þau vantar ýmist vegna þess að þau gátu ekki myndast eða hurfu við rof.
lacuna: setlagasyrpa, sem sýnir eyðu vegna rofs t.d. við mislægi.
diastem: stutt tímaeyða í setlagamyndun.