Dicynodontia er flokkunareining þeleðla sem vegnaði betur en flestum öðrum landdýrum í hamförunum sem fylgdu útdauðanum á mörkum perm og trías. Dýrin vour jurtaætur af ýmsum stærðum með tvær skögultennur í efri góm, sem þau draga nafn sitt af.


Ausueðla [Lystrosaurus] var landdýr sem telst til þessa hóps. Dýrið lifði á mörkum perm og trías fyrir uþb. 250 Má þar sem nú er Suður-Afríka, Indlandsskagi, Suðurskautslandið, Rússland, Mongólía, Kína og Suðaustur-Asía. Dýrið var um 60 cm langt.


Undir lok perm og í byrjun trías fyrir um 250 Má hitnaði og þornaði loftslagið á Pangeu. Styrkur CO2 steig hratt en styrkur O2 hrapaði. ◊. Flest landhryggdýranna dóu út en einstaka gátu aðlagað sig að breyttum aðstæðum og náðu mikilli útbreiðslu. Lystrosaurus og Diictodon voru þeirra á meðal.


Tafla og myndir til glöggvunar: |Tskriðdýr| ◊. ◊.