Cenote: [frá Maya dz’onot: brunnur] eru á Yucatán-skaga og mynduðust þeir líklega við lægri sjávarstöðu þegar vatn-leysti upp kalksteinslög og myndaði hella og niðurföll líkt og gerðist á karst-svæðum þar sem þökin hafa hrunið. Mannvistarleifar hafa fundist í sumum hellanna og sýna þær að fólk hafðist þar við áður en sjávarborð hækkaði.


Við hækkun sjávarborðs fylltust þessir hellar af grunnvatni og urðu helsta vatnsuppspretta nú og til forna á Yucatánskaga. Cenotes eru einnig tengdir dýrkun regnguðanna, eða Chacs.


Í fornöld, einkum í Chichén Itzá, var dýrmætum hlutum, svo sem jade, gulli, kopar og reykelsi, og einnig mönnum, venjulega börnum, hent í cenotes sem fórnir.