bullauga: [artesísk lind, artesian well, artesian aquifer] uppspretta þar sem vatn undir þrýstingi bullar upp á yfirborð úr jarðlögum. ◊. Vatnið rennur oft í gropnum vatnsleiðurum undir þéttum jarðlögum í skálarlaga dældum. Við borun gegnum leirlagið gýs grunnvatnið upp vegna þrýstingsins — sjálfrennandi brunnur.


Orðið artesian er komið úr frönsku [puits artésien] „brunnur í Artois“ — franskt hérað þar sem fyrst var borað fyrir slíkum brunni á 18. öld en það gerði verkfræðingnurinn Bernard Forest de Bélidor (1698-1761). Staðarnafnið er úr miðaldafrönsku [OF] „Arteis“ ← Atrebates, þjóðflokkur sem lifði í Norðvestur-Gallíu sbr. Arras.



Sjá sprungulind.



Heimildir http://www.etymonline.com {artesian}