blóðhiti: er ýmist sagður misheitur [ectothermic] eða jafnheitur [endothermic].
Dýr eru sögð með misheitt blóð þegar blóðhitinn ræðst að mestu af umhverfinu; (ecto-) en sagt er að dýr hafi jafnheitt blóð þegar innri efnaskipti (endo-) ráða mestu um blóðhitann.
Fræðiorðin [poikilothermy] fyrir misheitt blóð og [homeothermy] fyrir jafnheitt blóð eru einnig notuð um þessi efni.
Það lítur því út fyrir að á árperm hafi jafnheitt [endothermic] blóð ekki þekkst og er bestu vísbendingarnar að hafa frá steingervingum td. segleðlurnar Dimetrodon ◊ sem virðist hafa verið með misheitt blóð [ectothermic]. Steingervingar frá lokum perm benda til þess að þeleðlur hafi þá verið að þróa með sér jafnheitt blóð þegar styrkur súrefnis var að hrapa á þessum tíma. ◊. Fyrstu vísbendingarnar koma frá þróun svokallaðra nefskelja [turbinal bone, nasal conchae, respiratory turbinates] í nasagöngunum dýranna. Þær auka yfirborð öndunarvegarins og verma loftið við innöndun áður en það nær lungunum. Nefskeljar eru sagðar hafa fundist í Cynodontunum ◊ Thrinaxodon ◊ og Diademodon, ◊ sem finnast steingerðar í jarðlögum frá tríastímabilinu.
Sjá lok greinar um risaeðlurnar.