lagskiptar járnmyndanir: [banded iron formation, BIF] eru á meðal elstu bergmyndana á jörðinni. Þær virðast hafa myndast eftir að súrefni tók að myndast í gufuhvolfinu. Líklega hafa breytilegir hafstraumar valdið því að súrefnisflæði var óstöðugt og útfelling járnsins lagskipt. Stærstur hluti þessara jarðlaga er talinn hafa myndast frá 3.500 - 1.900 Má.


Hamersley Range fjalllendinu í Pilbara-svæðinu í Vestanverðri Ástralíu er að finna 2 Gá lagskiptar járnmyndanir.