áttaviti, seguláttaviti, kompás: [compass] er leiðsögutæki til að sjá áttir og ákveða stefnur útfrá segulpólum Jarðar. Mikilvægustu lutar hans eru segulnál (segulmögnuð nál) og skífa með upplýsingum um áttir og gráður. ◊ Seguláttavitar eru ýmist fastir í skipum og flugförum eða lausir til að hafa í hendi og nota til gönguferða. Segulmagnaðir hlutir umhverfis áttavita trufla þá og því verður tdþ að stilla áttavita í skipum af með þar til gerðum seglum. Þessum stillingum er svo breitt eftir því sem misvísun breytist.
Þegar seguláttavitar eru notaðir ber að hafa í huga að segurnorður er ekki það sama og landfræðilegt norður [geographic north]. Þessi mismunur er kallaður misvísun og breytist með reki segulskautanna.
Svokallaður Brunton-kompás er eitt af mikilvægustu tækjum jarðfræðinga þegar unnið er í felti. Hér má sjá einfaldar leiðbeiningar frá framleiðanda. ◊ ◊. ◊. ◊ ◊ ◊
Sjá grein um segurjárnstein.
Sjá leiðarvísi með Brunton-áttavita. PDF-skjal.
Sjá: INDEX → S → segul-