Yellowstone þjóðgarðurinn

Yellowstone þjóðgarðurinn er elstur allra þjóðgarða stofnaður með lagasetningu 1 mars 1872. Garðurinn nær yfir 8983 km2 og er stærstur hluti hans í Wyoming-fylki (96%) en hann teygir sig einnig inn í fylkin Montana (3%) og Idaho (1%). Garðurinn er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og 2012 heimsóttu hann 3.394.326 gestir. Hann hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1978.1



Yellowstone áin

Yellowstone áin á upptök sín í Wyoming og rennur inn í sunnanvert Yollowston vatn á leið sinni norður um Miklu-Gljúfur Yellowstone árinnar ◊. til Montana. Þar sveigir hún til austur og sameinast Missouri fljóti rétt austan við fylkjamörk Montana og Norður-Dakoda.5


Nafn árinnar sem þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af er komið úr máli Minnetaree indíána [Mintse a-da-zi = Á gula bergsins]. Freistandi er að ætla að nafnið sé dregið af ljósgulu berginu í Mikla-Gljúfri norðan og neðan við Efri og Neðri fossa. Þar hefur áin rofið sig niður í þykkt 600.000 ára gamalt rýólíthraun [Canyon Rhyolite flow]. Indíánarnir héldu sig þó ekki þarna og sagt er að þennan hluta árinnar hafi þeir kallað Elg-fljót [Elk River] Margir álíta hins vegar að nafnið sé dregið af gulum sandsteinsklettum sem áin rennur með fram norð-austar í Montana.1,4

Yellowstone askjan

Yellowstone askjan er líklega einhver stærsta eldstöð á Jörðu nú. Þrjú stórgos (ofurgos) hafa orðið í Yellowstone frá því snemma á pleistósen. Það gerðist fyrir 2,1 Má, 1,3 Má og 640.000 árum. Tvö þau síðustu dreifðu ösku um stóran hluta Norður-Ameríku og í því síðasta mynduðust 1.000 km3 af gjósku. Einnig hafa orðið minni gos og það síðasta var fyrir 70.000 árum.


Yellowstone askjan er sporöskujulaga og liggur austast á svokallaðri Snáksársléttu norður undir fylkjamörkum Montana og um þver mörk Idaho og Wyoming. Sléttan teygir sig tæpa 700 km til suð-vesturs inn í norðanvert Nevadafylki og er hún þakin basalthraunum og dyngjum en undir liggja fylltar öskjur sem mynduðust á líkan hátt og Yellowstone askjan sem áður var nefnd. Tilgátan er sú að möttulstrókurinn hafi verið undir suðvestustu öskjunni fyrir 14 – 12 Má þar sem fylkjamörk Nevada, Oregon og Idaho liggja nú og þar er því elstu öskjuna að finna. Fleka Norður-Ameríku hefur síðan rekið að meðaltali ≈ 2 cm á ári til suð-vesturs og því er heiti reiturinn nú undir Yellowstone þjóðgarðinum og á þessari vegferð mynduðust 6 stórar öskjur.2,3


Margar tilgátur og myndir hafa birst sem lýsa eiga lögun og stærð kvikuhólfsins undir Yellowstone þjóðgarðinum. Hér er ein birt á síðu USGS 23. apríl 2015


Á hverasvæðunum ◊. eru fjölmargir gos-, ◊. ◊. vatns-, gufu- og leirhverir.



Sjá skýringarmyndir af myndun ofureldstöðva: A yfir möttulstrók: , B yfir samgengi meginlandsfleka:



Heimildir:
1 Wikipedia, Yellowstone National Park
< http://en.wikipedia.org/wiki/Yellowstone_National_Park >
Sótt í des. 2013
2 Paul Link, Idaho State University: Neogene Snake River Plain-Yellowstone Volcanic Province
< http://geology.isu.edu/Digital_Geology_Idaho/Module11/mod11.htm >
Sótt í des. 2013
3 Henry Heasler & Cheryl Jaworowski 2013: Yellowstone Geology,
< http://www.nps.gov/yell/planyourvisit/upload/RI_2013_geology.pdf >
4 Bauer,C. Max 1937: „THE GRAND CANYON OF THE YELLOWSTONE“ í YELLOWSTONE NATURE NOTES, Vol.XIV March-April, 1937, autor: Edmund B. Rogers
5 Park Vision
< http://www.shannontech.com/ParkVision/Yellowstone/Yellowstone8.html >
Sótt í des. 2013