Vindsvörfun

Berg, sem sandfok mæðir á, máist aðallega þar sem það er mýkst fyrir. Einkum er þetta áberandi í lagskiptu móbergi og sandsteini. Klappir og steinar á melum slípast einnig á þeirri hliðinni sem veit á móti sandbyljum en á hinni hliðinni þrífast skófir óáreittar. Þetta kallast vindsvörfun. Á melum hjálpast sandfok og frostlyfting að við að mynda þekju úr grófri möl og hindrar hún þá fok fínustu kornanna sem undir liggja.


Nokkur dæmi um vindsvöerfun.


Á vissum svæðum jarðar hefur fíngerð vindborin méla myndað þykk setlög sem líklega eru upprunnin í köldum eyðimörkum og á aurum jökulfljóta ísaldar. Þetta vindset kallast löss og myndar víða þykk setlög. Þykkust eru lösslögin í Kína þar sem þau eru víða meira en 300 m þykk og þekja yfir 800.000 km3 svæði. Huang Ho (Gulaá), sem rennur um lösslögin, fær þar bæði framburð og lit. Utan Kína er lösslög ennfremur að finna í Evrópu austanverðri, einkum Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi. Í miðríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku, Nebraska, Suður-Dakota, Iowa, Missouri og Illinois eru lösslögin þykkust hlémegin við árnar Mississippi og Missouri en þær voru jökulfljót jöklanna miklu á ísöld. Lösslögin eru yfirleitt mjög frjósöm og eru á lösslögunum einhver frjósömustu landbúnaðarsvæði jarðar. Þau eru yfirleitt ólagskipt og getur það stafað af löngum myndunartíma og róti plantna og annarra lífvera við yfirborðið á meðan þau voru að myndast.



Sjá INDEXL → landmótun → vindurinn.