Um Ísland liggja brautir lægða sem myndast þegar kaldir og hlýir loftmassar berjast um yfirráðin á hafinu umhverfs landið. Mest ber hér á vindum suðvestan af hafi sem bera með sér úrkomu sunnan og vestanlands en eru orðnir þurrir norðan jökla. Norðlægir vindar valda úrkomu norðanlands en sunnan heiða eru þeir þurrir. Það eru einkum þurrir vindar sem feykja með sér bergmylsnu þar sem hún liggur á lausu. Ekki er óalgengt að sandbyljir valdi mistri í lofti og tefji jafnvel umferð á söndum sunnanlands í hvassri norðanátt ◊ og sama er uppi á teningnum þegar suðlægur hnúkaþeyr blæs norðan heiða. ◊.
Hnúkaþeyr myndast þegar rakt loft stígur áveðurs yfir fjallgarð, veldur úrkomu og kólnar við það votinnrænt um 0,6°C/100 m. Hlémegin sígur loftið svo niður og hitnar þá við það þurrinnrænt um 1°C/100 m. Það sem veldur hitaaukningunni hlémegin er í raun sá varmi sem losnar þegar raki þéttist og myndar vatnsdropa og ský áveðurs. ◊