Leiðréttur geislakolsaldur

Mæliniðurstöður geislakolsaldurs þarf að leiðrétta vegna þekktra umhverfisþátta sem skekkja niðurstöðuna. Þetta á við um sýni sjávarlífvera og breytinga á andrúmsloftinu vegna athafna mannsins.


14C myndast í andrúmsloftinu og berst í höfin við hringrás kolefnisins sem tekur verulegan tíma. Þetta veldur því að „gamalt kolefni“ binst í sjávarlífverunum og 14C aldur leifa þeirra er því ávallt nokkru hærri en jafngamalla sýna sem upprunnin eru á landi.


Frá upphafi iðnbyltingar á 18. Öld og fram til 1950 hefur hlutfall 14C lækkað vegna losunar CO2 út í andrúmsloftið og er þetta þekkt sem „Suess áhrif“. Snögg aukning á 14C varð þó frá 1950 – 1960 vegna tilrauna með kjarnavopn í andrúmsloftinu.


„Hrár“ en leiðréttur geislakolsaldur er venja að gefa upp í 14C-árum BP (þe. fjöldi ára fyrir 1950 AD).



Sjá um kvarðaðan 14C-aldur