Lindár

Lindár eiga upptök í lindum þar sem vatn sprettur fram undan hraunum eða á mótum jarðlaga í kvarteru ◊. jarðmyndununum. (b- og c-liður á: ) Vatn lindánna er með jöfnu hitastigi árið um kring og við upptökin leggur þær ekki. Vatnsrennslið er ◊. árið um kring. Bakkarnir eru grónir og árbotninn er vanalega sendinn.


Helstu lindár eru Svartá í Ódáðahrauni, Ytri- og Eystri-Rangá á Heklusvæðinu og Brúará en hún sprettur fram í Brúarárskötðum á milli Rauðafells og Högnhöfða í hálendisbrúninni norðan Miðhúsa. Ár eins og Sogið og Laxá í Aðaldal teljast einnig lindár enda er írennsli Þingvallavatns og Mývatns lindavatn að stærstum hluta.


Samanburðartafla: |T|


Til baka í flokkun vatnsfalla