Í ungu hálendu landslagi eins og hér á landi er rof vatnsfalla skammt á veg komið og farvegir vatnsfalla alsettir þrepum og ójöfnum. ◊ (1a) ◊
Þau falla því á flúðum og í fossum þar sem mishörð jarðlög skiptast á eða þar sem jökulrof, ◊
sjávarrof ◊
◊
eða jarðskorpuhreyfingar hafa truflað rof ánna.
Fossbrúnir myndast á hörðum jarðlögum sem hlífa mjúku undirlagi. Mjúka undirlagið grefst undan hinu harða sem slútir þá fram yfir sig og brotnar smám saman niður. ◊ Þykk lárétt og stuðluð hraunlög mynda oft háa fossa eins og Gullfoss ◊
og Dettifoss ◊
◊
en þunn hraunlög sem hallar á móti straumi árinnar mynda hins vegar flúðir eins og neðst í Laxá í Kjós ◊
eða Fjallfossi í Arnarfirði. ◊
◊