Grjóthrun í hlíðum fjalla verður einkum þegar skyndilegar hitabreytingar og þá einkum frostþensla losar um grjót í klettum og bröttum hlíðum svo það hrynur niður og myndar skriður. Þetta gerist einkum þar sem berg er stuðlað eða straumflögótt. Stórgrýttar skriður eru einkum áberandi undir hömrum í jökulsorfnum dölum og fjörðum blágrýtissvæðanna t.d. Óshlíð á ◊ milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Í hlíðum hraungúla eru líka miklar skriður enda er berg þeirra mjög straumflögótt. Miklar skriður eru einnig utan í djúpbergsinnskotum sem eru að rofna niður. Skriður af því tagi má sjá í Eystrahorni og Hafnarfjalli.
Í hömrum móbergsfjalla losnar oft um stórar bergfyllur. Þetta gerist einkum þegar vatnselgur þrengir sér inn í sprungur sem frostþensla hefur víkkað út. Einkum er þetta algengt undir Eyjafjöllum. Í Fljótshverfi varð stórt hrun í Lómagnúpi ◊ ◊ í júlíánuði 17891 er bergfylla féll úr bjarginu sem er yfir 600 m hátt.
Þann 7. júlí 2018 féll mikil grjót- og aurskriða úr Fagraskógarfjalli í Hítardal þvert yfir dalinn og stíflaði Hítará þannig að hún þurfti að leita í nýjan farveg. ◊ ◊
Grjóthrun úr bergi ofan við fjörfarna staði getur skapað mikla hættu. Reynisfjara undir Reynisfjalli er gott dæmi um slíkt en ofan hennar er bergið í Reynisfjalli mjög óstöðugt vegna ágangs sjávar. ◊ ◊ ◊
Aurskriður hlaupa oft af stað í steypiregni og þá einkum í bröttum og giljóttum fjallshlíðum á blágrýtissvæðunum. Íbúum þorpa, sem standa undir slíkum fjallshlíðum eins og á Bíldudal, Ólafsfirði og Seyðisfirði, er hætt við búsifjum af þessum sökum.
Sjá INDEX → L → landmótun → hrun.
Heimildir: | ||
1 | Haukur Jóhannesson 1984: Skalf þá og nötraši bærinn Nįttśrufręšingurinn 53 (1-2), bls. 1-4, 1984. | |