Ýmsar lífverur flýta fyrir efnaveðrun með efnum sem þær gefa frá sér. Þannig hafa skófir og mosar áhrif á ysta lag steina sem þau vaxa á. Ánamaðkar og ýmis önnur dýr koma hreyfingu á jarðveginn og flýta þannig fyrir efnaveðrun. Með saur og þvagi dýra berast efni sem einnig flýta fyrir efnaveðrun. Rótarfleygun plantna er algeng á grónum svæðum. Hún á sér stað þegar rætur plantna smjúga um sprungur í bergi. Þegar ræturnar gildna klofnar bergið.