Í efsta hluta kvikuþrónna, þar sem þær skjóta totu eða kryppu upp í jarðskorpuna, getur eðlislétt kvika náð að einangrast í hvelfingum kvikuþrónna líkt og loftbóla í vatnsglasi sem hvolft hefur verið í vatni. ◊ Þar getur kvikan tekið ýmsum breytingum og er þá sagt að hún þróist. Við það verður hún eðlisléttari og stígur upp undir hvolfþak þróarinnar og safnast þar fyrir. Þessi kvika er um margt frábrugðin þeirri frumstæðu kviku sem er í meginhluta kvikulagsins og einnig getur hún verið ólík kviku í þróm annarra eldstöðvakerfa. Þessar breytingar, úr basískri í súra kviku, eru taldar geta orðið með þrennum hætti.
Margt bendir til þess að undir Íslandi séu tvær meginbráðir og að basaltbráðin myndist við hlutbráðnun í möttlinum undir Íslandi og súra bráðin við hlutbráðnun vatnaðs basalts í kvikuþróm. 1
Sjá INDEX → G → gosberg →