Þróun kvikunnar
Í efsta hluta kvikuþrónna, þar sem þær skjóta totu eða kryppu upp í jarðskorpuna, getur eðlislétt kvika náð að einangrast í hvelfingum kvikuþrónna líkt og loftbóla í vatnsglasi sem hvolft hefur verið í vatni. ◊ Þar getur kvikan tekið ýmsum breytingum og er þá sagt að hún þróist. Við það verður hún eðlisléttari og stígur upp undir hvolfþak þróarinnar og safnast þar fyrir. Þessi kvika er um margt frábrugðin þeirri kviku sem er í meginhluta kvikulagsins og einnig getur hún verið ólík kviku í þróm annarra eldstöðvakerfa. Þessar breytingar, úr basískri í súra kviku, eru taldar geta orðið með þrennum hætti.
-
Í fyrsta lagi leita þyngri járnríkari kristallar, svo sem ólívín, niður á við og sökkva, en léttari efni, og þar með kísilsýruauðugri, safnast fyrir efst í þrónni. Þar safnast líka fyrir lofttegundir sem losna úr kvikunni og auka á þrýsting þegar bergkvikan kólnar og fer að fella út kristalla.
-
-
Í öðru lagi getur kvika súrnað í þró ef þak hennar eða veggir eru úr súru bergi t.d. rýólít, sem basaltkvikan getur brætt.
-
-
Í þriðja lagi er talið, að við viss hita- og þrýstingsskilyrði geti orðið svokölluð hlutbráðnun, en þá leysast súrari efnin fyrst úr basísku kvikunni og safnast fyrir efst í þrónni.
Margt bendir til þess að undir Íslandi séu tvær meginbráðir og að basaltbráðin myndist við hlutbráðnun í möttlinum undir Íslandi og súra bráðin við
hlutbráðnun
vatnaðs basalts í kvikuþróm. 1
Sjá INDEX → G → gosberg →
Heimild: |
1 |
Sigurður Steinþórsson 2003: Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?. Vísindavefurinn 11.11.2003. < http://visindavefur.is/?id=3851 >. (Skoðað 16.4.2010) Leitarorð: bergsyrpur. |