Straumflögótt storkuberg: Þá myndast eins konar rennslisrákir í kviku sem er á hreyfingu eftir að hún er byrjuð að storkna. Rennslisrákirnar stafa af mishröðu rennsli nýmyndaðra kristalla og gleragna í berginu. Mestar líkur eru á þessu í rýólíthraunum. Rákirnar verða oft meira áberandi þegar bergið ummyndast ◊ því að ummyndunin byrjar oft við rendurnar og breiðist síðan út frá þeim. Straumflögunin hefur líka áhrif á veðrun bergsins, einkum frostveðrun, sem veldur því að bergið flagnar í þunnar flögur. ◊