Eðjustraumar: Vatnsgufan sem myndar mestan hluta gosmakkarins þéttist oft svo snögglega að hún veldur regnskúrum eða hagléli. Þetta öskublandaða úrfelli getur orðið svo mikið að úrkoman valdi eðjustraumum í hlíðum eldfjalla. Hér á landi gerist þetta aðeins í smáum stíl en erlendis valda slíkir eðjustraumar oft stórtjóni í nágrenni eldstöðva. Eðjustraumar geta einnig myndast þegar vatn blandast gjósku við gos undir jökli.


Sjá nánar.


Til baka í gjósku.