Bergeitill (laccolith) myndast þegar kvika þrengir sér á milli jarðlaga ofarlega í skorpunni. Jarðlögin fyrir ofan bergeitilinn hvelfast upp en undirlagið raskast yfirleitt lítið sem ekkert. Sandfell við Fáskrúðsfjörð er dæmigerður bergeitill úr rýólíti og Baula í Norðurárdal er líklega innskot af þessari gerð.



Til baka í innskotsmyndanir.