Glergljáandi, mjólkurhvítir eða litlausir ferstrendir og þráðlaga kristallar (1 - 3 cm, jafnvel 10 cm) sem geisla út frá einum punkti og enda í stuttum oddi. Það er algengt í blágrýtismynduninni íslensku, einkum í Ca-ríkum hraunum eins og ólívínbasalti; [scolecite]. ◊
◊
| Skólesítít — helstu einkenni | |
| F: CaAl2Si3O10 · 3H2O | |
| ×× Mónóklín | H: 5 - 5,5 |
| Gl: Glergljái, silkigljái | Em: 2,25 - 3 |
| Li: Mjólkurhvítur eða litlaus. | # Góð |
| F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur. | |