Kristallarnir mynda hármjóar fíngerðar nálar sem minna á hár og geisla út frá einum punkti. Geislaþyrpingin myndar loðið yfirborð úr stökkum nálarendunum. Mesólít getur fengið lit af aðkomuefnum, einkum járni; [mesolite]. ◊ ◊
Mesólítít — helstu einkenni | |
F: Na2Ca2Al6Si9O30 · 8H2O | |
×× Mónóklín | H: 5 - 5,5 |
Gl: Glergljái, silkigljái | Em: 2,25 - 3 |
Li: Glær, hvítur | # Góð |
F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur. |