Laumontít er venjulega hvítt en stundum aðeins rauðbrúnleitt. Daufur skelplötugljái er á kleyfnifletinum.
Laumontít myndar þunna aflanga strendinga, rákótta langsum og skáskorna í oddinn. Það er algengt í djúpt rofnum berglagastafla eða þar sem hitaáhrifa hefur gætt frá jarðhita í megineldstöðvum. Laumontít molnar sundur við geymslu í þurru lofti; [laumontite]. ◊
Laumontítít — helstu einkenni | |
F: NaCa2[(Al,Si)5O10]2 · 6H2O | |
×× Mónóklín | H: 2,25 - 2,35 |
Gl: Glergljái, skelplötugljái | Em: 2 - 2,39 |
Li: Hvítur | # Góð |
F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur. |