kaólín: [Al2Si2O5(OH)4] er hvítleitt, þétt í sér og hálf límkennt. Það er aðaluppistaðan í kaólíni öðru nafni kínaleir sem er hvítt mjúkt duft og mikið notað við pappírsframleiðslu og postulínsgerð. Kristallarnir eru hexagónal og plötulaga u.þ.b. 0,1 til 10 µm í þvermál og sjást því aðeins í rafeindasmásjá; [kaolin, china clay].
Nafnið er komið úr kínversku og merkir hár hryggur sem er nafn á hæð nálægt Ching-te-chen í Kína. Þar hefur efnið verið unnið í margar aldir.
Hér á landi finnst kaólínít við gufuhveri á jarðhitasvæðum.