Kristalgrind matarsaltsins er einföld vegna eiginleika þeirra jóna sem hana mynda og er hún ávallt teningslaga. Hjá öðrum steindum getur kristalbyggingin verið mun flóknari. Vaxtarskilyrði kristalla geta oft verið þannig að þeir ná ekki að vaxa jafnt til allra átta og sýnast þeir því óreglulegir í fljótu bragði. Hinar ýmsu kristalmyndir sama frumefnis eða efnasambands virðast oft við fyrstu sýn vera fremur ólíkar en við mælingu kemur í ljós að aðlægar hliðar sömu kristalgerðar mætast alltaf undir sama horni. ◊