Analsím

Analsím myndar oft glæra smáa kristalla sem glitra í nýopnuðum sprungum eða holum líkt og demantur. Tæru kristallarnir sýnast oft svartir vegna bakgrunnsins. Analsím freyðir í HCl og gefur frá sér vatn við upphitun; [analcime].


Analsím er mjög algeng holufylling sem fellur út úr rennandi vatni í holrúmum í ólívínbasalti og dílóttu basalti.


Analsím — helstu einkenni
F: NaAlSi2O6 . H2O
×× Kúbískt H: 5 - 5½
Gl: Glergljái Em: 2,2
Li: Glær, hvítur #  Ófullkomin
F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur.