Á miðju ordóvísíum höfðu komið fram nýjar tegundir dýra sem stuðluðu að upphleðslu rifja. Og u.þ.b. 40 Má eftir að bikardýra-rifin (Archaeocyatha) á kambríum ◊ hættu að vaxa byrjaði upphleðsla á ný. Nokkur fyrstu rifin á mið-ordóvísíum voru hlaðin upp af mosadýrum. ◊
svömpum ◊
og töflukóröllum, ◊
sem voru einnig komnir fram en urðu fyrst ríkjandi síðar eða á sílúr og devon. Þó svo að rif ordóvísíum væru flest fremur smá líkt og á kambríum náðu sum þeirra að verða 100 m löng og 6 – 7 m há. Það sem einkennir þessi rif eru mismunandi lífríki á mismunandi stigum þeirra. Rifbyggingin hefst oft með sæliljum síðan taka kórallar, mosadýr og að lokum svampar við.
Tímasvið nokkurra valda fylkinga og flokka í jarðsögunni: ◊.