Þegar aldur í einni opnu í víðáttumiklu setlagi, sem myndast hefur á sjávarbotni, er fundinn er freistandi að álíta að allt setlagið sé frá sama tíma líkt og raunin er um öskulög eldfjalla. Svo er þó ekki. Áflæði og afflæði brengla verulega þá mynd. ◊ ◊
◊
Sandur sem síðar verður að sandsteini með tímanum myndast einkum á grunnsævi. Áflæði gerist á löngum tíma og sá staður sem eitt sinn var á grunnsævi þarf ekki að vera þar eftir 20 Má. Grunnsævið hefur flust til og jafnframt myndunarstaður setlagsin. Aldur sama setlags getur því verið ólíkur á tveimur stöðum, sem t.d eru í 500 km fjarlægð frá hvorum öðrum.
Fróðlegt getur verið að athuga aldur setlaga á þessum myndum: ◊ ◊
◊