Tímabilið dregur nafn sitt af héraði í vestanverðum Úralfjöllum í Rússlandi en þar er einnig að finna samnefnda borg, Perm. Það var Murchison ◊ og franskur steingervingafræðingur, Edouard de Verneuil, ásamt fjölda rússneskra jarðfræðinga sem ferðuðust víða um Rússland. Það gladdi Murchison mjög þegar honum tókst á þessu ferðalagi að bera kennsl á jarðlög frá sílúr- devon- og kol eftir þeim steingervingum sem þar var að finna. Hann sannfærðist ennfremur um að steingervingarnir sýndu fram á vissa röð (framvindu) ◊
í steingervingafánunni. principle of biologic (faunal) succession. Sjá um William Smith Í steingervingaannál setlaganna koma tegundir fram, hverfa og aðrar taka við. Á þessari kenningu er tímakvarði jarðsögunnar byggður. Murchison færði rök fyrir því með samsvörun steingervinga að berglög sem lágu yfir jarðlögum frá kol og innihéldu steingervinga líka Zechstein lögunum í Þýskalandi og svokölluðum magnín-kalksteini í Englandi ættu heima í permlögum.
Í bréfi til Náttúrufræðafélags Moskvuborgar dagsettu 1841 tók Murchison eftirfarandi fram: Austan Volgu og yfir jarðlögum frá kol taka við þykkar myndanir jarðlaga af kalkbornum leirsteini, flögubergi, kalksteini, sandsteini og völubergi sem ég legg til að verði gefið nafnið perm-tímabil. Vinnubrögð og rökfærsla Murchisons fyrir nafngift permlaga er gott dæmi um þá rökfræði sem jarðfræðingar 19. aldar beittu til að raða saman tímakvarða jarðsögunnar. ◊
Fyrir jarðfræðirannsóknir Sir Roderick Murchison í Rússlandi og sem leiddu til Perm-nafngiftarinnar heiðraði Alexander II Rússlandskeisari hann1846 og færði honum að gjöf forláta öskju skreytta demöntum og smelt-mynd af keisaranum. ◊ Þessi askja er nú varðveitt náttúrufræðisafninu breska í London.
Jarðsögutafla: ◊.
Yfirlitsmynd: ◊