Skömmu áður en þeir Sedgwick og Murchison lentu í hinum áður nefndu ritdeilum, eða árið 1839, lögðu þeir til að jarðlög í Devonshire tilheyrðu sérstöku tímabili devon. Þeir gerðu sér grein fyrir því að þessi jarðlög lágu neðan jarðlaga frá kolatímabili og að í þeim væri að finna steingervingafánu sem var frábrugðin jarðlögum frá sílúr. Þeir nutu við það aðstoðar Williams nokkurs Lonsdale fyrrverandi foringja í breska hernum, sem var hættur vegna aldurs. Hann var sjálfmenntaður sérfræðingur í steingervingum kórala. Frekari rök fyrir því að nafngiftin væri gild og góð fengu þeir Murchison og Sedgwick þegar þeim tókst að finna jarðlög frá devon í Rínarlöndum í Þýskalandi. Síðar kom í ljós að gamli rauði sandsteinninn [Old Red Sandstone] í Skotlandi og Wales er frá þessu tímabili. ◊. ◊
◊
Þríbrotinn Pacops rana lifði á devontímabilinu. Hann varð að meðaltali 6 til 7 cm langur. ◊
Armfætlur eru mikilvægir einkennissteingervingar fyrir jarðlagamyndanir frá devon: ◊ ◊.
◊
Jarðsögutafla: ◊.
Yfirlitsmynd: ◊