Helgi (1872-1949) ◊ lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1885 og varð efstur námsfélaga sinna. Sama ár hélt hann til náms við Hafnarháskóla þar sem hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í jarðfræði árið 1897 og síðar doktorsprófi 1905 fyrir rit um jarðfræði Íslands. Stuttu eftir að Þorvaldur Thoroddsen birt hugmyndir sínar um upphleðslu jarðlaga á Íslandi kom Helgi fram með þá hugmynd að ísöldin hefði ekki verið óslitinn fimbulvetur heldur hefðu skiptst á hlýskeið og kuldaskeið. Þessa niðurstöðu byggði hann meðal annars á rannsóknum sínum úr Búlandshöfða á Snæfellsnesi þar sem sjá mátti sjávarsetlög annars vegar með kaldri fánu og hins vegar hlýrri sem benti eindregið til þess að skiptst höfðu á kuldaskeið og hlýskeið á ísöld. |T| Jafnframt taldi Helgi að móbergið hefði myndast við gos undir jökli á kuldaskeiðum ísaldar meðan grágrýtið hefði myndast við gos á hlýskeiðum. ◊ Þessi hugmynd leiddi til mikils ágreinings við Þorvald sem áleit bæði móberg og grágrýti myndað áður en ísöld gekk í garð.
Helgi skrifað fjölda bóka og greina um náttúrufræði og heimspeki, en á ritskrá hans má a.m.k. telja ein 75 rit. Greinin Island sem Helgi skrifaði árið 1910 var lengi vel talið eitt besta jarðfræðiyfirlit yfir landið og stendur í raun enn fyrir sínu.