Charles Darwin

Eins og komið hefur fram áður gátu William Smith og sumir samtíðarmenn hans greint að vissir steingervingar einkenndu sum setlög og yfirleitt var um vissa þróun að ræða til nútímalegri tegunda í efri og yngri setlögum. Það var Charles Darwin (1809 - 1882) sem kom fram með algilda kenningu sem gerði grein fyrir breytingum sem urðu á steingervingaannálunum.


Sem ungur maður hafði Darwin áunnið sér víðtækrar þekkingar á líffræði og jarðfræði. Sú þekking tryggði honum ólaunaða stöðu um borð í Beagle, ◊. skipi hennar hátignar í fimm ára rannsóknarleiðangri sem skipið fór í um heimshöfin. Við heimkomuna 1836 hafði Darwin safnað saman fjölda gagna til stuðnings kenningu sinni um þróun lífvera og náttúruval. Kenningar hans grundvölluðust á rökréttu kerfi athugana og ályktana. Hann komst að því að allar lifandi verur reyna að auka kyn sitt feikilega hratt. Þó svo að möguleg viðkoma sé mikil hefur enginn tegund lífvera lagt jörðina undir sig. Raunar helst stofnstærðin stöðug um langan tíma. Því ályktaði Darwin að ekki kæmust allir einstaklingar hverrar kynslóðar af. Auk þess tók Darwin eftir því að einstaklingar sömu tegundar eru í ýmsu ólíkir hvað varðar byggingu og starfsemi líkamans. Af þessu og fyrri ályktunum dró hann þá ályktun að þeir einstaklingar sem hefðu ákjósanlegustu frávikin myndu eiga mestar líkur á því að komast af og láta frávikin ganga að erfðum til næstu kynslóðar. Darwin þekkti ekkert til erfðafræði og vissi því ekki ástæðurnar fyrir þessum breytileika sem var þó svo mikilvægur í kenningum hans. Skýrsla Gregors Mendels (1865) um tilraunir í erfðum fór fram hjá honum. Á áratugunum eftir dauða Darwins var sýnt fram á að breytileikinn sem ómissandi er í kenningum Darwins um náttúruvalið erfist með nýrri skipun litninga við fjölgun og stökkbreytingar.


Darwin lést á heimili sínu í Down í Englandi árið 1882. Á þeim árum nýttu jarðfræðingar hvarvetna þekkinguna um þróun tegunda, röð líifsamfélaga , (Stenó Smith), samhengið í víxlskurði jarðlaga (Lyell) og framandsteina við að lesa jarðsöguna úr berglögum.


Segja má að heildarmynda af sögu jarðar hafi legið fyrir um miðja nítjándu öld, og eftir það fór jarðfræðin að skiptast í sjálfstæðar undirgreinar.