Í byrjun nítjándu aldar ritaði jarðfræðingur nokkur bók sem gerði hvort tveggja í senn að renna stoðum undir hugmyndir Huttons og birta undir einum titli mikilvægustu hugmyndir þess tíma. Þetta var Charles Lyell (1797 - 1875) höfundur bókarinnar Lögmál jarðfræðinnar [Principles of Geology]. ◊ Fyrsta hefti ritverksins kom út 1830 og þrjú áttu eftir að fylgja. Þessi bók varð mjög mikilvæg í Stóra Bretlandi Viktoríutímans, hún varð handbók allra enskra jarðfræðinga. Í bókinni eru útskýrð mörg þau lögmál sem Hutton hafði áður sett fram og lutu að aldri berglaga. Þar má nefna lögmálið um að innskot í jarðlögum sé ávallt yngra en það berg sem innskotið treður sér inní. Þessi alhæfing er kölluð lögmálið um samhengið í víxlskurði jarðlaga og má ekki aðeins heimfæra á berg heldur einnig á jarðmyndanir eins og misgengi og mislægi. Því er misgengi b á mynd ◊ yngra en setlagasyrpan d; innskot storkubergsins, c er yngst allra myndananna. Önnur algild regla sem finna má í Lögmálum Lyells lýtur að framandsteinum eða hnyðlingum. Lyell komst að þeirri rökréttu niðurstöðu að molar í stórum bergmassa eru eldri en bergmassinn sem umlykur þá. Því eru molar á mótum tveggja bergmassa úr eldri bergmassanum. ◊
Á A-hluta myndar ◊ sjáum við að granítmolarnir í sandsteininum eru brot úr eldra berginu. Á mynd B eru sandsteinsmolar í granítinu sem sýnir að granítinnskotið sé yngra en sandsteinninn.
Lyell setti kennisetningar Huttons fram á áhrifamikinn hátt:
Myndun allra setlaga má skýra með ferlum sem nú eru að verki. Sir Archibald Geikie orðaði reglu Charles Lyell enn betur þe.: