vélræn orka: samanlögð stöðuorka (U) og hreyfiorka (K) kallast vélræn orka:
Evélræn = K + U
Hlutur, sem kastað er upp í loftið, fær mikla hreyfiorku (skriðorku) (K) í upphafi en hann hefur jafnframt litla stöðuorku (U). Eftir því sem hluturinn fer hærra minnkar hreyfiorkan (skriðorkan) vegna þyngdarkrafts jarðar en stöðuorkan eykst. Efst, í kyrrstöðu, er hreyfiorkan engin um leið og stöðuorkan nær hámarki orkan varðveitist.
Þegar hluturinn fellur svo til jarðar minnkar stöðuorkan eftir því sem hann nálgast jörðu en hreyfiorkan eykst vegna þyngdarhröðunarinnar.