varmarýmd: efna eða hluta eins og málmbúts segir til um það hve mikinn varma (orku) þurfi til þess að hita bútinn upp til dæmis um eina gráðu; [heat capacity].


Fyrir hrein efni er varmarýmdin oftast gefin fyrir eitthvað tiltekið magn af efninu. Til dæmis er mólvarmarýmd [molar heat capacity] efnis sá varmi sem þarf til að hita 1 mól af efninu um 1°C.

q = n · cmvr · ΔT


Sjá eðlisvarma.