Nafngiftareglur

Tvíefni málmleysingja


Þegar tveir málmleysingjar mynda saman aðeins eitt algengt efnasamband þá er formúla þeirra rituð á þann hátt að efnið lengra til vinstri í lotukerfinu (með minni rafeindafíkn) er skráð fyrst. Heiti efnasambandsins er í samræmi við efnaformúluna að öðru leyti en því að seinna frumefnið fær endinguna -íð.



H2S   vetnissúlfíð
NF3 köfnunarefnisflúoríð
HBr vetnisbrómíð

Sjá einnig anjónir.


Notkun forskeyta


Þegar sömu málmleysingjarnir mynda saman fleiri en eitt algengt efnasamband, eru notuð grísku forskeytin mónó-, dí-, trí-, tetra-, penta-, hexa- og svo framvegis, til að gefa upp fjölda af hvoru frumefni. Mónó- er ekki notað á fyrri liðnum og því er yfirleitt sleppt nema í CO, kolmónoxíði.



NO köfnunarefnisoxíð      P2O3 dífosfórtríoxíð
NO2 köfnunarefnisdíoxíð      P2O5 dífosfórpentaoxíð
N2O4 díköfnunarefnistetraoxíð CO kolmónoxíð
N2O5 díköfnunarefnispentoxíð CO2 koldíoxíð


Algeng efnasambönd


Mörg algengustu efnasambönd málmleysingja heita nöfnum sem tilheyra ekki neinu kerfi t.d.


H2O vatn      H2O2 vetnisperoxíð
NH3 ammoníak      N2H2 hýdrasín
HCN blásýra