títrun: [titration] það að mæla nákvæmlega það rúmmál staðallausnar [reagent] með þekktum styrk (títrari [titrant]) sem þarf til að framkalla tiltekna breytingu við svokallaðan jafngildispunkt [equivalence point] í öðru efni (hvarfefni, [reactant, analyte]) með þekkt rúmmáli. Þetta er gert í því skyni að ákvarða styrk jóna í síðarnefndu lausninni.
Mynd af tækjum til sýru-basa títrunar: ◊.
Hreyfimynd af títrun með litvísi: ◊
Við títrun er notuð svokölluð staðallausn sem er með þekktum styrk; [standard solution]. Til að sjá hvenær jafnvægispunkutr næst í sýru–basa títrunum eru ýmist notaðir svokallaðir litvísar ◊ ◊ í lausninni sem verið er að títra eða pH–mælir ◊. tengdur tölvu með samhæfðu forriti. ◊