súrt regn: brennisteinsdíoxíð getur hvarfast við súrefni andrúmsloftsins, einkum þar sem loftið er mengað af öðrum óhreinindum sem geta hvatað hvörfin. Við hvarfið myndast brennisteinstríoxíð:
SO2(g) + O2(g) → 2 SO3(g)
Brennisteinstríoxíðið gengur auðveldlega í efnasamband við raka í andrúmsloftinu og þá myndast brennisteinssýra:
SO3(g) + H2O(l) → H2SO4(aq)
Saltpéturssýra getur einnig myndast þegar nituroxíð hvarfast við efni andrúmsloftsins eins og t.d. svokallaða róttæklinga, HO·
NO2(g) + HO·(g) → HNO3(aq)