Hér á landi er ál framleitt með því að rafgreina súrál (áloxíð, Al2O3) sem flutt er til landsins, einkum frá Ástralíu.
Áloxíðið er leyst upp í rafvaka úr bráðnu krýolíti (Na3AlF6) og álflúoríði (AlF3) í sérstökum kerjum sem klædd eru eldföstum steinum og kolefniskubbum (grafít). ◊
Kolefnisklæðning kersins myndar neikvætt bakskautið og jákvæðu forskautinu er sökkt í raflausnina. Til að halda rafvakanum bráðnum í kerjunum þarf um 960°C hita.
Þegar rafstraumi er hleypt á kerin klofnar súrálið í ál (Al) sem safnast á botninum við bakskautið og súrefni (O2) sem brennur með kolefninu í forskautunum og breytist í koldíoxíð (CO2) og kolmónoxíð (CO).
Efnahvörfunum má lýsa svona: |
||||||
Bakskaut: | Al3+ | + | 3 e- | → | Al | |
Forskaut | a) | 2 O2- | → | O2 | + | 4 e- |
b) | C | + | O2 | → | CO2 | |
c) | C | + | CO2 | → | 2 CO |