Hér á eftir eru taldar upp nokkrar algengar neikvæðar jónir sem innihalda súrefni og eru þess vegna oft nefndar oxýanjónir; [oxyanion]. Um nafngiftir þessara jóna gilda ekki jafn einfaldar reglur og um nöfn einatóma jóna.
Gerður er greinarmunur á jónum málmleysingja þegar þeir mynda tvær tegundir oxýanjóna með mismunandi mörgum súrefnisatómum þannig að efnið með færri súrefnisatómin fær endinguna -ít en það sem er með fleiri súrefnisatómin fær endinguna -at.
Sum efni eins og t.d. klór mynda fleiri en tvær tegundir oxýanjóna og eru þá notuð forskeytin hýpó- fyrir efni sem inniheldur fæst súrefnisatóm en per- fyrir efni með flest súrefnisatómin.
hypó- | x | -ít | x | -at | x | per- x -at | |
ClO− | hýpóklórít | ClO2−- | klórít | ClO3− | klórat | ClO4− | perklórat |
NO2− | nítrít | NO3− | nítrat | ||||
SO32− | súlfít | SO42− | súlfat | ||||
CO3−2 | karbónat | ||||||
PO43− | fosfat | ||||||
CrO42− | krómat | ||||||
MnO4− | permanganat | ||||||
Nokkrar oxýjónir |
Sjá ennfremur stærri töflu |T|