oxunartala: (oxunarstig) heil jákvæð eða neikvæð tala tengd frumefni í sameind eða jón og segir til um jákvætt eða neikvætt eðli þess atóms; [oxidation number].


Nokkrar reglur við ákvörðun oxunartölu:

  1. Oxunartala atóms sem frumefnis [elemental form] er ávallt núll. Þannig er H-atóm í H2-sameindinni með oxunartöluna 0 og sérhvert P-atóm í P4-sameindinni hefur sömu leiðis oxunartöluna 0.
  2. Fyrir sérhverja einatóma jón [monoatomic ion] er oxunartala hleðsla jónarinnar. Þannig hefur K+ oxunartöluna 1, S2– hefur oxunartöluna -2 osfrv. Alkalí-málmarnir (flokkur 1A) hafa ávallt 1+ hleðslu og þess vegna er oxunartala þeirra +1 í samböndum þeirra. Á sama hátt hafa jarðalkalímálmarnir (flokkur 2A) +2 og ál (flokkur 3A) ávallt +3 í samböndum sínum. (Þegar oxunartölur eru skrifaðar er formerkið (+/–) á undan tölunni til að greina hana frá raunverulegri hleðslu sem við ritum með tölunni á undan formerkinu.)
  3. Hjá málmleysingjum [nonmetals] eru oxunartölur venjulega neikvæðar þó svo að þeir geti stundum haft jákvæð formerki:

    1. Oxunartala súrefnis er venjulega -2 bæði í jónaefnum og sameindaefnum. Meginundantekningin er í efnasamböndum sem kölluð eru peroxíð sem hafa O22–-jónina en þar fær súrefni, O, oxunartöluna -1.
    2. Oxunartala vetnis, H, er +1 þegar það tengist málmleysingjum og -1 þegar það tengist málmum.
    3. Oxunartala flúors er -1 í öllum efnasamböndum. Hinir halógenarnir eru með oxunartöluna -1 í flestum tvíatóma efnasamböndum. Í efnasamböndum með súrefni líkt og í oxýanjónum hafa halógenar þó jákvæða oxunartölu.

Summa oxunartalna allra atóma í hlutlausu efnasambandi er núll. Summa oxunartalna í fjölatóma jónum er jöfn hleðslu jónarinnar. Í hýdroníumjóninni, H3O+, er oxunartala sérhvers vetnisatóms +1 og súrefnisatómið er með -2. Þess vegna er summa oxunartalnanna 3(+1) + ( 2) = ( +1) sem jafngildir hleðslu jónarinnar. Þessi regla er afar notadrjúg þegar finna þarf oxunartölu atóms eða jónar í efnasambandi ef oxunartala hinna atómanna er þekkt



Sjá lotukerfið: 600x431px , 800x580px



Sjá um rafdrægni, rafeindafíkn og jónunarorku.



Sjá síðu um oxunartölur. Hlekkur er á:
http://www.ismennt.is/not/gk/?gk-hs/hlekkir-efn-edlisfraedi.html



Sjá um oxun og afoxun.