ósonlagið: (ósonhvolfið) er efst í gufuhvolfinu í um 10 - 50 km hæð. Myndun ósons (O3) vegna geislunar nær þó aðeins niður í um 20 km hæð. Ósonlagið hindrar að lífshættuleg útfjólublá geislun með styttri bylgjulengd en 290 nm nái til jarðar.