marktækir tölustafir í mælingum: eru háðir nákvæmni og kvarða mælitækisins; [significant figures in measurements].
Hitamælirinn á myndinni er með kvarða sem sýnir fimmtu hverja gráðu (5°C). Vökvasúlan er á milli 25°C og 30°C eða uþb. 27°C. Hér er aðeins hægt að sýna 2 marktæka tölustafi í niðurstöðunni því að aðeins má vera einn óviss tölustafur í niðurstöðu mælingar. | |
Mælirinn hér að ofan er notaður til að mæla líkamshita og á stækkuðu myndinni hér til vinstri sýnir mælirinn 37,35°C. Í þessu tilfelli má gefa hitastigið með 4 marktækum stöfum. 5 er óviss. |