hálfhvörf: eru gjarna notuð til að sýna rafeindafluting við myndun jónaefna.
þegar jónaefni myndast gerist það vegna rafkrafta á milli efniseindanna. Dæmi um efnahvarf með flutningi rafeinda er efnahvarf kalsíummálms og súrefnis:
2 Ca + O2 → 2 CaO
Þetta má sýna með tveimur hálfhvörfum:
Kalsín gefur frá sér tvær rafeindir og verður við þessa losun rafeinda plús-tvígild jón (2+):
I. Ca → Ca2+ + 2e-
Súrefnið tekur við þessum tveimur rafeindum og verður við það mínus-tvígild jón (2-):
II. O2 + 4e- → 2 O2-
I. | 2 Ca | → | 2 Ca2+ | + | 2(2e-) | ||
II. | O2 | + | 4 e- | → | 2 O2- | ||
Summa: | 2 Ca | + | O2 | → | 2 CaO |
Rauðu þættirnir styttast út.